Frá jólaboði Knattspyrnudeildar
Hið árlega jólaboð Knattspyrnudeildar var haldið í félagsheimilinu við Sunnubraut á þriðjudag. Þar var styrktaraðilum og þeim sem hafa starfað fyrir deildina á árinu boðið til veislu þar sem hangikjöt og með því var á boðstólum. Vel var mætt og rann hangikjötið ljúflega niður en það var Ólafur Bjarnason sem sá um eldamennskuna ásamt góðu fólki. Kjartan Steinarsson varaformaður deildarinnar stýrði dagskránni og Kristján þjálfari sagði stuttlega frá því sem er að gerast hjá meistararflokki karla. Fyrir utan hefðbundin ræðuhöld var nokkrum knattspyrnumönnum veitt heiðursmerki deildarinnar og en við segjum nánar frá því síðar. Stjórn Knattspyrnudeildar þakkar gestunum fyrir komuna
Hér má sjá myndir frá jólaboðinu en myndirnar tók Jón Örvar Arason.
Þetta öfluga fólk var í eldhúsinu.
Kristján sagði nokkur orð.
Tveir góðir...