Frá Lávarðafundi
Stofnfundur Lávarðadeildar Keflavíkur var haldinn á dögunum en það er félagsskapur fyrrverandi leikmanna og stjórnarmanna Keflavíkur og áður ÍBK. Á fundinum var skipuð stjórn en framhaldsstofnfundur verður í tengslum við fyrsta leik Keflavíkur í Landsbankadeildinni 16. maí og því er ennþá tækifæri til að gerast stofnfélagar. Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum á mánudag.
Frá stofnfundinum í K-húsinu.
Undirbúningsnefndin: Kjartan, Sigurlaug, Gísli Matthías, Guðni og Ási.
Fundargestir.
Stjórnin: Magnús Torfason, Gísli M. Eyjólfsson, Sigurður Björgvinsson
og Karl Finnbogason. Á myndina vantar Þorstein Ólafsson.