Frá minningarmóti Ragnars Margeirssonar
Hið árlega minningamót um Ragnar Margeirsson var haldið í Reykjaneshöllinni laugardaginn 26. febrúar. Gamlir félagar Ragnars úr boltanum hafa staðið fyrir þessu móti undanfarin ár en aldurstakmark 35 ár. Metþátttaka var á mótinu í ár en allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Að þessu sinni voru það „gamlir“ KR-ingar sem fóru með sigur af hólmi. Þeir sigruðu lið Zorans Daníels Ljubicic í úrslitaleiknum og þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Hér að neðan eru svo myndir Jóns Örvars af öllum liðunum sem tóku þátt í ár.
Sigurvegar mótsins voru þessar kempur úr KR.
Liðið hans Zorans varð í 2. sæti.
Keflavík Old Boys...
...og Keflavík Very Old Boys.
Eldhressir Fylkismenn.
'62 árgangurinn lét sig ekki vanta...
...og ekki heldur upp úr ´70 módelin.
Og ca. ´70 settið.
Keflvíkingar á öllum aldri og úr ýmsum áttum.
Sandgerðingarnir mættu...
...og Garðbúarnir...
...og meira að segja Njarðvíkingarnir!
Fulltrúar atvinnulífsins, Happasæll...
...og Icelandair?