Frá Minningarmóti Ragnars Margeirssonar 2012
Minningarmót um Ragnar Margeirsson var haldið í Reykjaneshöll s.l. laugardag. Mótið er orðið að árlegum viðburði og er haldið fyrir knattspyrnumenn eldri en 35 ára. Mótið tókst í alla staði mjög vel og voru allir sem að mótinu komu sérlega ánægðir í lok dags. Það voru 16 lið sem tóku þátt, sem er jafnframt metþátttaka. Allur ágóði af mótinu hefur undangengin ár runnið til góðgerðasamtaka og í ár var það fjölskylda Sigursteins Gíslasonar sem naut góðs af.
Mótið var leikið í fjórum riðlum og komust tvö efstu lið riðlanna í A-úrslit og liðin í tveimur neðri sætunum spiluðu í B-úrslitum. KR, sem stjórnað var af Rúnari Kristinssyni, gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið 3ja árið í röð en í þeirra herbúðum voru margir gamalkunnir landsliðs- og atvinnumenn. Í úrslitaleiknum sigraði KR lið Þróttar Vogum eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. Þróttarar höfðu farið í gegnum tvær vítaspyrnukeppnir áður en kom að úrslitaleiknum en þar komu þeir að læstu búrinu hjá Kristjáni Finnbogasyni sem gerði sér lítið fyrir og varði tvær fyrstu spyrnur Þróttara með miklum tilþrifum og þar við sat. Í B-úrslitum voru það Grindvíkingar sem sigruðu Þróttara frá Reykjavík í úrslitaleik, 3-1.
Ingvar Georgsson var iðinn á myndavélinni og hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem hann tók (fleiri myndir síðar).
Sigurlið mótsins, KR.
Liðið sem kom skemmtilega á óvart, Þróttur Vogum, 2. sæti.
Sigurvegarar í B-úrslitum, Grindavík.
Legend: Ragnar og Sigursteinn.
Þessar skemmtilegu myndir af Ragnari Margeirssyni og Sigursteini Gíslasyni hannaði Ingvar Georgsson
Garðbúinn Grétar Einarsson lék með Grindvíkingum.
Margeir Vilhjálmsson skýlir knettinum einstaklega vel.
Úr leik Grindavíkur og Kjallarans í riðlakeppninni, Kjallarinn sigraði 3-1.
Þróttur R. gegn Keflavík.
Jóhann B. Magnússon sækir að Þróttara.
Jóhann Steinarsson með þrumuskot í undanúrslitaleik 2. flokks Keflavíkur frá 1993 gegn KR.
Þormóður Egilsson til varnar og Heimir Guðjónsson fylgist með.
Three Amigos úr 2. flokks liði Keflavíkur frá 1993.
Rúnar Kristinsson stjórnaði KR liðinu í mótinu.
Vítaspyrnukeppni þurfti í undanúrslitaleik Þróttar Vogum gegn Njarðvík, Þróttarar höfðu betur.
Þær voru öruggar vítaspyrnunnar hjá Þrótturum gegn Njarðvík.
Ingi Þór Þórisson, markvörður Njarðvíkur á ekki möguleika þrátt fyrir fína tilburði.
Tveir af dómurum mótsins; Magnús Jón Björgvinsson og Júlíus Friðriksson.
Lið Nettó endaði í 6. sæti í mótinu.
2. flokkur Keflavíkur frá 1993 náði 3. sætinu eftir framlengdan úrslitleik gegn Njarðvík.
Ef þú ert tryggður þá færð þú það bætt! Tveir af máttarstólpum Kjallarans í mótinu.
Lið Skallagríms frá 1997. Töpuðu ekki leik í mótinu, tvö jafntefli og enduðu í 5. sæti.
Slökkviliðið var "heitt" í mótinu :-) Enduðu í 5. sæti í B-úrslitum.
Tveir gamalreyndir kappar; Kristinn Guðbrandsson og Ragnar Steinarsson
Yfirlitsmynd úr Reykjaneshöll.
Gummi Ben. sýndi lipra takta í mótinu.
KR - ingar sækja að marki Þróttar V. í úrslitaleiknum.
Enginn er annars bróðir í leik!
Kristján Finnbogason, sem var hetja KR í úrslitaleiknum og Gunnar Júlíus Helgason, sem átti frábært mót með Þrótti V.
Sigurvegarar í B-úrslitum; Grindavík.
Silfurlið Þróttar Vogum.
Gunnar Oddsson sá um verðlaunaafhendinguna í mótslok.
Fyrir mótið lét Guðni Grétarsson útbúa ágrafna plötu til að setja á bikarinn með sigurvegurum 2012, KR :-)
Sigurvegarar í minningarmóti Ragnars Margeirssonar 2012 - KR.
Heimir Guðjónsson og Karl Finnbogason skoða verðlaunapeninginn sem var sérstaklega glæsilegur í ár.
Á peninginn var grafin mynd af Ragnari Margeirssyni.