Frá Ragnarsmótinu
Minningarmót um Ragnar Margeirsson var haldið í Reykjaneshöllinni laugardaginn 27. febrúar en það voru nokkrir fyrrum félagar Ragnars hjá Keflavík sem stóðu að mótinu. Þátttaka var góð og það var gaman að sjá fyrrum félaga Ragnars hjá Keflavík, KR, Fram, og íslenska landsliðinu mætta til leiks. Þó að snerpan væri farin að minnka hjá sumum sáust glæsilegir taktar og það sem mestu máli skiptir að menn skemmtu sér vel. Jón Örvar náði myndum af öllum liðunum í mótinu en sigurvegarar urðu gamlar KR-kempur.
Sigurvegarar mótsins voru "gamlir" KR-ingar (og einn lánsmaður).
Annað sætið: gamlar landsliðskempur.
Í þriðja sætinu urðu þessar Keflavíkurkempur.
Og þetta Keflavíkurlið tók fjórða sætið.
Dómarar mótsins. Mynd frá Víkurfréttum.