Fréttir

Knattspyrna | 28. júlí 2005

Frá ReyCup

Alþjóðlega knattspyrnumótið VISA ReyCup var haldið í Laugardalnum dagana 20.-24. júlí.  Að venju mætti mikill fjöldi íslenskra og erlendra liða til leiks og þar á meðal var 4. flokkur pilta frá Keflavík sem sendi tvö lið.  Piltarnir okkar stóðu sig vel, tóku stöðugum framförum og voru sjálfum sér, félagi sínu og heimabæ til sóma, innan vallar sem utan.  Strákarnir og Haukur þjálfari vilja sérstaklega þakka öllum þeim foreldrum sem aðstoðuðu hópinn á mótinu.

Hér að neðan eru nokkrar myndir af leikjum Keflavíkur.  Myndirnar eru allar frá leikjum B-liðsins en ljósmyndari okkar sá leiki þess liðs af eðlilegum fjölskylduástæðum.  Við viljum gjarnan birta fleiri myndir frá mótinu hér á síðunni þannig að ef einhverjir foreldrar eiga myndir frá leikjum A-liðsins eða skemmtilegar myndir af Keflvíkingum á ReyCup hvetjum við þá til að senda umsjónarmanni síðunnar tölvupóst á gudmann@keflavik.is.

Hér eru úrslit í leikjum Keflavíkur:

A-lið
Þróttur 1 - Keflavík 1

1-1

Ægir - Keflavík 1

1-12

Keflavík 1 - Haukar 1

3-2

Keflavík 1 - FH

1-3

Keflavík varð í 2. sæti í sínum riðli
- Leikur í keppni um 1.-8. sæti
Keflavík 1 - Hearts, Skotlandi

1-3

- Leikur um 5.-6. sæti
KA 1 - Keflavík 1

2-1

 
B-lið
Keflavík 2 - Fjölnir 2

2-6

Grindavík - Keflavík 2

6-0

Keflavík 2 - Fylkir 1

7-4

Hvöt/Geisli - Keflavík 2

0-1

Keflavík varð í 3. sæti í sínum riðli
- Leikir í keppni um 9.-16. sæti
ÍR 2 - Keflavík 2

4-3

Þróttur 4 - Keflavík 2

0-0

- Leikur um 12.-13. sæti
Hvöt/Geisli - Keflavík 2

1-3