Frá Stuðlabergsmótinu
Stuðlabergs-mót 3. flokks kvenna fór fram s.l. laugardag í Reykjaneshöll. Þátttökulið voru auk okkar lið Fjölnis og Aftureldingar. Tvö félög hættu við þátttöku á síðustu stundu og reyndist ekki unnt að fá önnur lið til að koma með svo stuttum fyrirvara en ekki vantaði áhugann. Því var ákveðið að Keflavík og Fjölnir yrðu með tvö lið. Leikið var á stórum velli og var leiktíminn 1x27 mínútur. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og voru þjálfarar og stuðningmenn Fjölnis og Aftureldingar mjög ánægðir með daginn. Veitt voru verðlaun fyrir tvö fyrstu sætin í lok móts og að sjálfsögðu endað á pizzu og gosi. Barna- og unglingaráð vill þakka Fasteignasölunni Stuðlaberg fyrir samstarfið.
Lokastaðan
1. Keflavík
2. Afturelding
3. Fjölnir
4. Keflavík City
5. Fjölnir City
Lið Keflavíkur sem endaði í efsta sæti Stuðlabergsmótsins.