Frá Suðurnesjamóti 6. flokks
Suðurnesjamótið hjá 6. flokki karla fór fram í Sandgerði föstudaginn 3. september. Keflavík sendi 5 lið til keppni, eitt A-lið, tvö B-lið og tvö C-lið. Hin Suðurnesjaliðin tefldu ýmist fram 2 eða 3 liðum. Í flokki A-liða voru Keflavík, Grindavík og Reynir/Víðir öll með 6 stig en Grindavíkurpiltar sigruðu á markatölu. Í flokki B-liða sigraði Keflavík 2. Í flokki C-liða sigraði Njarðvík. Skarphéðinn Njálsson var með myndavélina á lofti í Sandgerði og tók þessar skemmtilegu myndir.