Frábær byrjun hjá 3. flokknum
Stelpurnar í 3. flokki byrjuðu Íslandsmótið sérlega vel er þær tóku á móti Stjörnunni á Iðavöllum í gær og sigruðu með níu mörkum gegn engu.
Stelpurnar réðu algjörlega gangi leiksins í fyrri hálfleik og til marks um yfirburðina þá þurfti Zohara markvörður 4. flokks ekki að taka einn einasta bolta upp með höndum. Það var ekki fyrr en á 15. mínútu sem fyrsta markið kom og það gerði Hildur með skoti af um tuttugu metra færi. Nú héldu stelpunum engin bönd og boltinn að fylla netmöskva gestanna. Er blásið var til leikhlés hafði Helena Rós skorað þrjú mörk, Hildur bætt við sínu öðru marki og Andrea sett eitt. Þá átti Justyna hörkuskot af 20 metra færi sem sem small í þverslánni. Staðan í hléi 6-0.
Stjörnustelpur höfðu greinilega fengið að heyra vel í þjálfara sínum í leikhlé. Þær fóru að bíta meira frá sér og sækja án þess að skapa nokkuð. Áfram réðum við að mestu leyti gangi leiksins en duttum þó niður á kafla eins og gengur og gerist enda með góða stöðu. Eftir smá deyfð rifu þær sig aftur upp og kláruðu þennan leik með því að bæta við þremur mörkum í safnið. Lokatölur 9-0.
Íslandsmót 3. flokkur kvenna:
Keflavík - Stjarnan: 9-0 (Helena Rós Þórólfsdóttir 4, Andrea Frímannsdóttir 3, Hildur Haraldsdóttir 2)
Keflavík:
Zohara Kristín, Justyna Wróblewska, Ingibjörg Sesselja Björnsdóttir, Rebekka Gísladóttir, Elísabet Guðrún Björnsdóttir (Bergþóra Sif Vigfúsdóttir), Helena Rós Þórólfsdóttir, Eva Kristinsdóttir, fyrirliði (Birna Ásgeirsdóttir), Sonja Ósk Sverrisdóttir, Birna Marín Aðalsteinsdóttir (Guðbjörg Lára Guðjónsdóttir), Andrea Frímannsdóttir, Hildur Haraldsdóttir (Sigrún Guðmundsdóttir).
Lið 3. flokks sem lék gegn Stjörnunni.