Fréttir

Knattspyrna | 7. júní 2004

Frábær byrjun hjá stelpunum

Það er óhætt að segja að meistaraflokkur kvenna hafi farið vel af stað í Íslandsmótinu í ár en þær sigruðu Hauka 10-0 á Keflavíkurvelli á föstudag.  Ólöf Helga Pálsdóttir skoraði hvorki meira né minna en fimm mörk í leiknum, Bergey Sigurðardóttir og Ágústa Jóna Heiðdal settu tvö mörk og Guðný Þórðardóttir eitt.  Þetta eru ánægjuleg úrslit í fyrsta leik Keflavíkur í Íslandsmóti kvenna síðan 1991 en liðið lék undir merkjum RKV ásamt Reyni og Víði undanfarin fimm ár.

Þrátt fyrir þessar stóru tölur er þetta langt frá því að vera stærsti sigur Keflavíkur í Íslandsmóti.  Stærsti sigurinn var 19-0 gegn Stokkseyri árið 1991 en í þeim leik skoraði Olga nokkur Færseth 9 mörk.

Það er annars að frétta af kvennaliðinu að Inga Lára Jónsdóttir er að ganga til liðs við það úr Breiðablik og er það mikill styrkur fyrir liðið en Inga Lára á leiki að baki með U-17 og U-19 ára landsliðum.  Hún hefur leikið með Breiðabliki undanfarin tvö ár en lék áður með RKV.