Fréttir

Knattspyrna | 16. maí 2004

Frábær byrjun með sigri á KA

Það er óhætt að segja að Keflavíkurliðið hafi farið vel af stað í Landsbankadeildinni með 2-1 sigri á KA á Akureyri í dag.  Hreinn Hringsson kom norðanmönnum yfir á 20. mínútu en Jónas Guðni Sævarsson jafnaði metin á 56. mínútu og það var svo Hólmar Örn Rúnarsson sem skoraði sigurmarkið þegar um fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Þessi byrjun lofar góðu þó Keflavík hafi oft byrjað mót vel en ekki náð að fylgja því eftir.  Það reynir svo sannarlega á það á fimmtudaginn þegar Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn en þeir töpuðu á heimavelli fyrir FH í 1. umferðinni.  Það er því full ástæða til að hvetja fólk til að mæta á leikinn og styðja við bakið á strákunum.  Eins og fram hefur verður einnig dagskrá á leiknum þar sem þess verður minnst að í ár eru 40 ár síðan Keflavík varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.