Frábær dagur hjá 5. flokki á vellinum og í Víkingsstúkunni
Drengirnir í 5. flokki Keflavíkur fóru á kostum í gær innan sem utan vallar. Piltarnir byrjuðu á því að leika í Íslandsmótinu gegn Leikni og KR og voru svo mættir í Víkina til þess að hvetja hetjurnar sínar í meistaraflokknum gegn Víking. Piltarnir komu syngjandi inn á völlinn og slógust í lið með Pumasveitinni og sungu hástöfum allan leikinn og héldu áfram söngnum á leið sinni í rútuna. Piltarnir vöktu mikla athygli og höfðu heimamenn í Víking orð á því hve skemmtilegir, líflegir og kurteisir piltarnir voru. Þeir voru félagi sínu svo sannarlega til mikils sóma og áttu stóran þátt í sigri okkar á Víkingum.
Piltarnir stóðu sig líka vel innan vallar fyrr um daginn. A-, B- og C-liðin spiluðu gegn Leikni en D-liðið spilaði gegn KR. Úrslit leikja voru sem hér segir:
A - lið:
Leiknir - Keflavík: 2 - 3 (1 - 1)
Mörk Keflavíkur: Björn Elvar Þorleifsson, Elías Már Ómarsson og Samúel Kári Friðjónsson.
Keflavíkurpiltarnir eru með fullt hús stiga og eru efstir í riðlinum.
Staðan í riðlinum.
B - lið:
Leiknir - Keflavík: 2 - 2 (0 - 1)
Mörk Keflavíkur: Annel Fannar Annelsson og Aron Freyr Kristjánsson.
Staðan í riðlinum.
C - lið:
Leiknir - Keflavík: 3 - 4 (2 - 3)
Mörk Keflavíkur: Raul Andrade 2, Kristján Sigurjónsson og Birkir Freyr Birkisson.
Staðan í riðlinum.
D - lið:
KR - Keflavík: 7 - 1
Mark Keflavíkur: Óðinn Jóhannsson
Staðan í riðlinum.
Næstu leikir 5. flokks eru gegn ÍBV þriðjudaginn 26. júní í Keflavík.
Piltarnir láta til sín taka á Víkingsvelli.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)