Fréttir

Frábær og sögulegur sigur í grannaslagnum
Knattspyrna | 31. maí 2016

Frábær og sögulegur sigur í grannaslagnum

Ungt lið Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og sigraði granna sína í Grindavík 1-0 í fyrsta heimaleik tímabilsins. Þetta var sögulegur sigur en um var að ræða fyrsta sigur Keflavíkur á Grindavík í deildakeppni á þessari öld. 

Keflavík hafði yfirhöndina í fyrri hálfleiknum í gær án þess að ná að skora.  Í seinni hálfleik snerist dæmið við og Grindavík stjórnaði leiknum en agaður varnarleikur Keflavíkur og nokkrar frábærar markvörslur frá Sarah Story í marki Keflavíkur sá til þess að Grindavík náði ekki að skora.  Það var síðan í uppbótartíma sem Keflavík náði góðri skyndisókn, Anita Lind komst inn í sendingu Grindvíkinga á eigin vallarhelmingi og brunaði í átt að Grindavíkurmarkinu.  Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún vaða og hafnaði knötturinn efst í vinstri markvinklinum og sætur sigur í höfn.  Stelpurnar voru mjög agaðar og vinnusamar í leiknum og eiga mikið hrós skilið fyrir sína framgöngu.

Næsti leikur hjá stelpunum er fimmtudaginn 2. júní gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ kl. 20:00.

Leikskýrslan úr leiknum
Mark Anitu á vf.is


 

 

 


Byrjunarlið Keflavíkur gegn Grindavík.
Efri röð frá vinstri: Arndís Snjólaug, Una Margrét, Amber, Sveindís Jane, Brynja, Sólveig Lind.
Neðri röð frá vinstri: Eva Lind, Kristrún Ýr, Sarah, Anita Lind, Þóra Kristín.