Fréttir

Knattspyrna | 18. mars 2010

Frábær sigur á Breiðablik

Keflvíkingar sigruðu Breiðablik 3-0 í Lengjubikarnum í gærkvöldi og gáfu þjálfara sínum í leiðinni góða afmælisgjöf en Willum Þór átti afmæli í gær.  Leikurinn var fjörugur frá upphafi og skemmtileg tilþrif sáust frá báðum liðum.  Liðin fengu sitt hvort dauðafærið í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora og staðan í hálfleik 0-0.  Ómar Karl kom inn á fyrir Magnús Sverri í hálfleik.

Einn Blikinn lét reka sig út af eftir klukkustundar leik og strax í kjölfarið skoraði Magnús Þórir og kom Keflavík í 1-0 með góðu marki.  Ekki löngu eftir það fékk annar Bliki rautt spjald og Keflvíkingar nýttu sér liðsmuninn og skoruðu tvö mörk.  Ómar Karl skoraði fallegt mark á 84. mínútu og Magnús Þórir skoraði svo sitt annað mark á þeirr 92. eftir góðan undirbúning Andra Steins og Harðar.  Öruggur sigur 3-0 og menn bara sáttir í leikslok.

Næsti leikur er gegn Þrótti R. í Reykjaneshöllinni á laugardag kl. 12:00

Keflavík: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Alen Sutej, Hólmar Örn Rúnarsson, Paul McShane (Andri Steinn Birgisson 68.), Magnús Sverrir Þorsteinsson (Ómar Karl Sigurðsson 46.), Sigurður Gunnar Sævarsson, Hörður Sveinsson, Magnús Þórir Matthíasson.
Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Tómas Karl Kjartansson, Gísli Örn Gíslason, Magnús Þór Magnússon og Þorsteinn Þorsteinsson.

Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. og aðstoðardómarar þeir Smári Stefánsson og Viðar Helgason. Eftirlitsmaður: Kári Gunnlaugsson.

Myndir: Jón Örvar


Markaskorararnir Magnús Þórir og Ómar Karl.


Leikmenn kældir hjá Fal sjúkra eftir leik.


Mottumennirnir Binni rauði og Jói Guðmunds kátir eftir leik.