Frábær stuðningur áhorfenda!
Hann var frábær stuðningurinn sem Keflvíkurstrákarnir fengu frá stuðningsmönnum sínum í Laugardalnum. Eins og Stefán Gíslason komst svo vel að orði þegar hann var spurður út í þátt áhorfenda á leiknum gegn HK, þá sagði Stefán að stuðningsmenn hefðu verið 12. maðurinn og það hefði verið ólýsanlegt að hafa allan þennan stuðning. Stuðningsmennirnir voru farnir að syngja hálftíma fyrir leik og voru frábærir allan leikinn. Já, stuðningur áhorfenda er mjög mikilvægur og leikurinn gegn HK var bara upphitun fyrir úrslitaleikinn hjá þeim. Úrslitaleikurinn gegn KA er stóri leikurinn fyrir okkur öll og getur stuðningur áhorfenda skipt sköpum fyrir okkar unga lið. Gerum úrslitaleikinn eftirminnilegan fyrir okkur og mætum öll á laugardaginn og hvetjum liðið til sigurs. Áfram KEFLAVÍK!
Myndir: Jón Örvar Arason
Sungið fyrir leik gegn HK.
Við erum víkingar, Keflvíkingar.
Glæsilegur hópur.
Áfram Keflavík!
Keflavík, öll við stöndum með Keflavík.
Við erum Keflavík.