Frábært hjá 5. flokknum á Gullmóti JB
Gullmót JB var sett á fimmtudagskvöld í Kópavogi og er Keflavík með 5. flokk á þessu móti. Eða öllu heldur er blandað saman stúlkum úr 6 og 5. flokki. Stelpurnar hafa komið virkilega á óvart og staðið sig feykilega vel á þessu móti. Á föstudag var spilað í riðlum en einnig var spilað í hraðmóti í Fífunni eða sagt 6 leiki yfir daginn. Í gær var síðan leikið í milliriðlum.
Úrslit á föstudag (riðlakeppni):
ÍR - Keflavík: 2 - 3 (Íris Björk Rúnarsdóttir 2, Guðrún Ólöf Olsen)
Víkingur - Keflavík: 3 - 4 (Íris Björk Rúnarsdóttir 2, Guðrún Ólöf Olsen 2)
Keflavík - Valur: 2 - 2 (Íris Björk Rúnarsdóttir, Guðrún Ólöf Olsen)
Stelpurnar sigruðu sinn riðill og tryggði sér rétt til að spila um sæti 1-8 á laugardag og sunnudag. Þetta var frábært hjá stelpunum í ljósi þess að við erum með fjórar stelpur sem eru í 6.flokki.
Hraðmót föstudag:
Fylkir - Keflavík: 1 - 0
Sindri - Keflavík: 0 - 2 (Guðrún Ólöf Olsen 2)
Breiðablik - Keflavík: 0 - 0
Úrslit á laugardag (milliriðlar):
KR - Keflavík: 3-0
Þróttur R. - Keflavík: 1-1 (Guðrún Ólöf Olsen)
Breiðablik - Keflavík: 0-1 (Íris Björk Rúnarsdóttir)
Þessi úrslit þýða að stelpurnar spila um 3. sætið gegn ÍBV í dag, sunnudag. Þetta er svo sannarlega glæsilegur árangur hjá stelpunum á mótinu.
ATHUGIÐ: Nýjustu fréttir frá Gullmótinu eru að ekki tókst stelpunum að krækja í 3. sætið því þær töpuðu fyrir Eyjastúlkum. Engu að síður frábær árangur hjá þeim.