Fréttir

Knattspyrna | 17. ágúst 2010

Fræknir feðgar í FUTSAL...

Eins og fram hefur komið tekur Keflavík þessa dagana þátt í undanriðli Futsal Cup, Evrópukeppninnar í FUTSAL, en riðillinn er leikinn hér á landi.  Í hópnum okkar er blanda yngri og eldri leikmanna sem afrekaði það m.a. i fyrsta leiknum að vinna fyrsta sigur íslensks liðs í Futsal Cup.  Það segir kannski mest um þessa blöndu eldri og yngri að í liðinu leika feðgar, þeir Zoran Daníel Ljubicic og Bojan Stefán Ljubicic.  Zoran var auðvitað leikmaður Keflavíkur á sínum tíma og var m.a. fyrirliði bikarmeistaraliðsins árið 2004.  Hann hefur nú snúið sér að þjálfun og er yfirþjálfari yngri flokka Keflavíkur.  Bojan er hins vegar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og hefur verið reglulega í leikmannahópnum undanfarin tvö ár.  Hann á þegar nokkra leiki að baki með Keflavík en Bojan er nýorðinn 18 ára.

FUTSAL-riðlinum lýkur á Ásvöllum í Hafnarfriði í dag, þriðjudag.  Þá leika Vimmerby IF frá Svíþjóð og franska liðið Kremlin Bicetre United kl. 15:00 og keppninni lýkur svo kl. 17:30 þegar Keflavík mætir Club Futsal Eindhoven frá Hollandi.

Myndir: Jón Örvar.


Zoran og Bojan.


Feðgarnir með Keflavíkurliðinu fyrir fyrsta leikinn
.