Fram - Keflavík á fimmtudag kl. 14:00
Á fimmtudag, sumardaginn fyrsta, leika Fram og Keflavík í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn fer fram á Fram-vellinum og við vekjum athygli á þvi að blásið verður til leiks kl. 14:00. Dómari leiksins verður Þorvaldur Árnason og aðstoðardómarar hans þeir Andri Vigfússon og Haukur Erlingsson. Sigurliðið leikur svo við Grindavík eða Breiðablik í undanúrslitum á sunnudaginn.