Fréttir

Knattspyrna | 12. september 2010

Fram - Keflavík á mánudag kl. 19:15

Keflavík heimsækir Framara á Laugardalsvöll mánudaginn 13. september kl. 19:15 í 19. umferð Pepsi-deildarinnar.  Fyrir leikinn eru okkar menn í 7.-8. sæti deildarinnar með 24 stig en Fram er í 5. sæti með 26 stig.  Það má því segja að bæði lið dóli í hálfgerðum leiðindum um miðja deild og hafi að litlu að keppa.   Það breytir því ekki að auðvitað vilja menn krækja í sem flest stig og kannski hefur það góð áhrif á liðin að pressan ætti ekki að vera þrúgandi.  Dómari leiksins verður Þóroddur Hjaltalín Jr., aðstoðardómarar þeir Sverrir Gunnar Pálmason og Eðvarð Eðvarðsson en eftirlitsmaður KSÍ er Ingi Jónsson.

Keflavík og Fram hafa leikið 83 leiki í efstu deild.  Sá fyrsti fór fram árið 1958 og lauk með 2-2 jafntefli þar sem Högni Gunnlaugsson og Hólmbert Friðjónsson skoruðu fyrir Keflavík.  Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin; Keflavík hefur unnið 31 leik en Fram 25 og liðin hafa skilið jöfn 27 sinnum.  Markatalan er 122-113, okkar liði í vil.  Stærsti sigur Framara var 5-0 á síðasta ári og Keflavík hefur tvisvar unnið með 5 marka mun; 5-0 árið 1965 og 6-1 árið 2004.  Mesti markaleikur liðanna var þó 6-5 heimasigur Keflavíkur 1964 en það ár varð Keflavík einmitt Íslandsmeistari í fyrsta sinn.  Sex leikmenn sem í dag leika með Keflavík hafa skorað gegn Fram í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur gert sjö mörk, Hörður Sveinsson hefur gert fjögur, þeir Jóhann B. Guðmundsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Haukur Ingi Guðnason þrjú hver og Magnús Þorsteinsson hefur gert tvö mörk.

Liðin hafa leikið 11 leiki í bikarkeppninni og þar hafa Framarar betur.  Þeir hafa sigrað 7 sinnum en Keflavík 4 sinnum.  Markatalan er 13-17 fyrir Fram.  Hólmar Örn Rúnarsson hefur skorað eitt bikarmark gegn Fram. 

Liðin mættust fyrr í sumar í 8. umferð Pepsi-deildarinnar og gerðu þá 1-1 jafntefli á Njarðtaksvellinum í Njarðvík.  Kristján Hauksson kom Frömurum yfir snemma leiks en Magnús Sverrir Þorsteinsson jafnaði í síðari hálfleik og þar við sat.

Nokkrir leikmenn hafa leikið fyrir bæði lið þessi í gegnum árin.  Þar má nefna Ragnar heitinn Margeirsson, Andra Stein Birgisson, Guðmund Steinarsson og Helga Björgvinsson.  Fyrir þetta tímabil gekk svo Paul McShane í okkar raðir frá Frömurum en Jón Gunnar Eysteinsson fór í hina áttina.

Úrslit leikja Fram og Keflavíkur á heimavelli Framara hafa orðið þessi undanfarin ár:

2009 Fram - Keflavík 5-0
2008 Fram - Keflavík 0-2 Þórarinn Kristjánsson 2
2007 Fram - Keflavík 2-2 Guðmundur Steinarsson
Þórarinn Kristjánsson
2005 Fram - Keflavík 2-3 Stefán Örn Arnarson
Hörður Sveinsson
Hólmar Örn Rúnarsson
  2004

Fram - Keflavík

1-6 Hólmar Örn Rúnarsson 2
Hörður Sveinsson 2
Þórarinn Kristjánsson
Guðmundur Steinarsson
  2002

Fram - Keflavík

1-1 Magnús Þorsteinsson
  2001

Fram - Keflavík

5-3 Þórarinn Kristjánsson
Zoran Ljubicic
Haukur Ingi Guðnason
  2000

Fram - Keflavík

0-0
  1999

Fram - Keflavík

2-0
  1998

Fram - Keflavík

2-3 Þórarinn Kristjánsson 2
Gunnar Oddsson



Úrkippa úr Morgunblaðinu í júlí árið 1995 þar sem fjallað er um
leik Fram og Keflavíkur á Laugardalsvelli.  Keflavík vann leikinn 4-2.