Fréttir

Fram - Keflavík á mánudag kl. 19:15
Knattspyrna | 25. ágúst 2013

Fram - Keflavík á mánudag kl. 19:15

Nú er komið að lokasprettinum í Pepsi-deildinni og næsti leikur okkar liðs er gegn Fram mánudaginn 26. ágúst.  Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:15.  Fyrir leikinn er Keflavík í 10. sæti deildarinnar með 14 stig en Fram er í 7. sætinu með 18 stig.  Okkar lið hefur verið vaxandi í síðustu leikjum og því er upplagt að skella sér í Laugardalinn og sjá skemmtilegan leik á þjóðarleikvanginum.  Dómari leiksins verður Guðmundur Ársæll Guðmundsson, aðstoðardómarar þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson en eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Georg Lárusson.

Keflavík og Fram hafa leikið 89 leiki í efstu deild.  Sá fyrsti fór fram árið 1958 og lauk með 2-2 jafntefli þar sem Högni Gunnlaugsson og Hólmbert Friðjónsson skoruðu fyrir Keflavík.  Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin; Keflavík hefur unnið 34 leiki en Fram 28 og liðin hafa skilið jöfn 27 sinnum.  Markatalan er 132-118, okkar liði í vil.  Stærsti sigur Framara var 5-0 árið 2009 og Keflavík hefur þrisvar unnið með 5 marka mun; 5-0 árin 1965 og 2012 og 6-1 árið 2004.  Mesti markaleikur liðanna var þó 6-5 heimasigur Keflavíkur 1964 en það ár varð Keflavík einmitt Íslandsmeistari í fyrsta sinn.  Þrír leikmenn sem í dag leika með Keflavík hafa skorað gegn Fram í efstu deild; Hörður Sveinsson hefur gert fimm mörk, Jóhann B. Guðmundsson þrjú og Magnús Þorsteinsson hafa gert þrjú mörk og Frans Elvarsson eitt.

Liðin hafa leikið 11 leiki í bikarkeppninni og þar hafa Framarar betur.  Þeir hafa sigrað 7 sinnum en Keflavík 4 sinnum.  Markatalan er 13-17 fyrir Fram. 

Liðin léku fyrr í sumar á Nettó-vellinum og þá vann Fram 2-1.  Sigurbergur Elísson gerði mark Keflavíkur í þeim leik en Hólmbert Friðjónsson og Steven Lennon skoruðu mörk Framara.

Nokkrir leikmenn hafa leikið fyrir bæði lið þessi í gegnum árin.  Þar má nefna Ragnar heitinn Margeirsson, Paul McShane, Andra Stein Birgisson, Guðmund Steinarsson og Helga Björgvinsson.  Nú leika tveir fyrrverandi leikmenn okkar með Fram en það eru þeir Bjarni Hólm Aðalsteinsson og Jón Gunnar Eysteinsson.

Úrslit leikja Fram og Keflavíkur á heimavelli Framara hafa orðið þessi undanfarin ár:

2012 Fram - Keflavík 0-2 Frans Elvarsson
Guðmundur Steinarsson
2011 Fram - Keflavík 1-0  
2010 Fram - Keflavík 2-1 Sjálfsmark
2009 Fram - Keflavík 5-0  
2008 Fram - Keflavík 0-2 Þórarinn Kristjánsson 2
2007 Fram - Keflavík 2-2 Guðmundur Steinarsson
Þórarinn Kristjánsson
2005 Fram - Keflavík 2-3 Stefán Örn Arnarson
Hörður Sveinsson
Hólmar Örn Rúnarsson
2004 Fram - Keflavík 1-6 Hólmar Örn Rúnarsson 2
Hörður Sveinsson 2
Þórarinn Kristjánsson
Guðmundur Steinarsson
2002 Fram - Keflavík 1-1 Magnús Þorsteinsson
2001 Fram - Keflavík 5-3 Þórarinn Kristjánsson
Zoran Ljubicic
Haukur Ingi Guðnason