Fram - Keflavík á miðvikudag kl. 20:00
Mðvikudaginn 27. júní leika Fram og Keflavík í 1. deild kvenna og fer leikurinn fram á Framvellinum í Úlfarsdal. Okkar lið er með átta stig eftir fimm leiki í deildinni en Fram hefur unnið alla sína leiki og er efst í riðlinum með 18 stig. Dómari leiksins verður Arnar Þór Stefánsson og aðstoðardómarar þeir Samir Mesetovic og Ásgrímur Harðarson.
Okkar stelpur töpuðu fyrsta leik sínum í sumar þegar þær heimsóttu lið BÍ/Bolungarvíkur um síðustu helgi. Lokatölur urðu 3-1 þar sem Dagmar Þráinsdóttir náði forystunni fyrir Keflavík en Talita B. Pereira gerði þrennu fyrir Vestanstúlkur og tryggði þeim öll stigin.
-
Þetta var fyrsti deildarleikur Keflavíkur og BÍ/Bolungarvíkur. Keflavík og BÍ léku reyndar saman í B-deildinni árið 1992 og þá vann BÍ sinn heimaleik 4-0 en leiknum í Keflavík lauk með 1-1 jafntefli.
-
Dagmar Þráinsdóttir skoraði annað deildarmark sitt í sumar og fimmta markið fyrir Keflavík í 17 leikjum. Dagmar hefur einnig skorað eitt mark í bikarnum í sumar.
-
Keflavík hafði ekki fengið á sig mark í fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni í ár og jafnaði þar með besta árangur liðsins en árið 2004 fékk liðið ekki á sig mark í fyrstu fjórum deildarleikjunum. Þá vann liðið reyndar fyrstu 10 leikina og vann síðan deildina.
-
Fyrirliðinn Karitas Ingimarsdóttir lék sinn 50. deildarleik en sá fyrsti var gegn Þór/KA í A-deildinni í september 2008. Karitas hefur leikið 19 leiki í efstu deild fyrir Keflavík en 31 í B-deildinni og þar hefur hún einnig skorað sjö mörk. Þess má geta að Karitas gekk einmitt til liðs við Keflavík frá BÍ/Bolungarvík þegar liðið hætti að leika í Íslandsmótinu en það mætir aftur til leiks í sumar eftir fjögurra ára hlé.
1. deild kvenna, Skeiðisvöllur, 23. júní 2012
BÍ/Bolungarvík 3 (Talita B. Pereira 31., 54., 64.)
Keflavík 1 (Dagmar Þráinsdóttir 26.)
Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Anna Helga Ólafsdóttir (Hulda Matthíasdóttir 54.), Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir, Dagmar Þráinsdóttir, Andrea Ósk Frímannsdóttir (Heiða Helgudóttir 60.), Íris Björk Rúnarsdóttir (Ólína Ýr Björnsdóttir 60.), Kristrún Ýr Hólm, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir 46.), Hafdís Mjöll Pálmadóttir (Sigríður Sigurðardóttir 46.).
Gult spjald: Margrét Ingþórsdóttir (65.).
Dómari: Egill Guðvarður Guðlaugsson.
Aðstoðardómarar: Stefán Örn Karlsson.
BÍ/Bolungarvík 3 (Talita B. Pereira 31., 54., 64.)
Keflavík 1 (Dagmar Þráinsdóttir 26.)
Keflavík: Margrét Ingþórsdóttir, Anna Helga Ólafsdóttir (Hulda Matthíasdóttir 54.), Eydís Ösp Haraldsdóttir, Karitas Ingimarsdóttir fyrirliði, Heiðrún Sjöfn Þorsteinsdóttir, Dagmar Þráinsdóttir, Andrea Ósk Frímannsdóttir (Heiða Helgudóttir 60.), Íris Björk Rúnarsdóttir (Ólína Ýr Björnsdóttir 60.), Kristrún Ýr Hólm, Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir 46.), Hafdís Mjöll Pálmadóttir (Sigríður Sigurðardóttir 46.).
Gult spjald: Margrét Ingþórsdóttir (65.).
Dómari: Egill Guðvarður Guðlaugsson.
Aðstoðardómarar: Stefán Örn Karlsson.