Fréttir

Knattspyrna | 25. júní 2005

Fram - Keflavík á sunnudag

Fram og Keflavík leika í 8. umferð Landsbankadeildarinnar sunnudaginn 26. júní og hefst leikurinn kl. 19:15 á Laugardalsvelli.  Það má reikna má hörðum leik en bæði liðin eru um miðja deild og munar aðeins þremur stigum á þeim.  Hvert stig er því dýrmætt þessa dagana.  Dómari leiksins verður Eyjólfur M. Kristinsson, aðstoðardómarar Sigurður Óli Þórleifsson og Sævar Jónsson en eftirlitsmaður KSÍ er Gísli Björgvinsson.

Keflavík og Fram hafa leikið 74 leiki í efstu deild.  Sá fyrsti fór fram árið 1958 og lauk með 2-2 jafntefli þar sem Högni Gunnlaugsson og Hólmbert Friðjónsson skoruðu fyrir Keflavík.  Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í gegnum árin; Keflavík hefur unnið 26 leik en Fram 23 og liðin hafa skilið jöfn 25 sinnum.  Markatalan er 108-97, okkar liði í vil.  Stærsti sigur Framara var 4-0 árið 1979 en Keflavík hefur tvisvar unnið með 5 marka mun; 5-0 árið 1965 og 6-1 á síðasta ári.  Mesti markaleikur liðanna var þó 6-5 heimasigur Keflavíkur 1964 en það ár varð Keflavík einmitt Íslandsmeistari í fyrsta sinn.  Þrír leikmenn sem í dag leika með Keflavík hafa skorað gegn Fram í efstu deild; Guðmundur Steinarsson hefur skorað fimm mörk og þeir Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson tvö mörk hvor.

Liðin hafa leikið 11 leiki í bikarkeppninni og þar hafa Framarar betur.  Þeir hafa sigrað 7 sinnum en Keflavík 4 sinnum.  Markatalan er 13-17 fyrir Fram.  Hólmar Örn Rúnarsson hefur skorað eitt bikarmark gegn Fram, það var eina mark leiksins í 16 liða úrslitum keppninnar í fyrra.

Keflavík og Fram mættust tvisvar í Landsbankadeildinni síðasta sumar.  Liðin skildu jöfn í Keflavík þar sem Þórarinn Kristjánsson skoraði fyrir okkar menn en Jón Gunnarsson fyrir Fram.  Keflavík vann síðan seinni leikinn á Laugardalsvelli 6-1 í síðustu umferðinni.  Þar skoruðu Hörður Sveinsson og Hólmar Örn Rúnarsson tvö mörk hvor og Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson eitt hvor en Fróði Benjaminsen gerði mark Framara.

Nokkrir leikmenn hafa leikið fyrir bæði lið þessi í gegnum árin.  Þar má nefna Ragnar heitinn Margeirsson og svo lék fyrirliði Keflavíkur, Guðmundur Steinarsson, eitt tímabil fyrir Fram.

Úrslit leikja Fram og Keflavíkur á heimavelli Fram hafa orðið þessi undanfarin ár:

  2004

Fram - Keflavík

1-6 Hólmar Örn Rúnarsson 2
Hörður Sveinsson 2
Þórarinn Kristjánsson
Guðmundur Steinarsson
  2002

Fram - Keflavík

1-1 Magnús Þorsteinsson
  2001

Fram - Keflavík

5-3 Þórarinn Kristjánsson
Zoran Ljubicic
Haukur Ingi Guðnason
  2000

Fram - Keflavík

0-0  
  1999

Fram - Keflavík

2-0  
  1998

Fram - Keflavík

2-3 Þórarinn Kristjánsson  2
Gunnar Oddsson
1997

Fram - Keflavík

3-1 Guðmundur Oddsson
1995

Fram - Keflavík

2-4 Jóhann B. Guðmundsson 2
Róbert Sigurðsson
Kjartan Einarsson
1994

Fram - Keflavík

1-2 Óli Þór Magnússon 2
1993

Fram - Keflavík

2-1 Óli Þór Magnússon