Fréttir

Knattspyrna | 29. mars 2007

Fram - Keflavík í kvöld

Fram og Keflavík leika í Lengjubikarnum í kvöld.  Leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 21:00.  Það hefur mikið verið skorað í leikjum Keflavíkur í keppninni og því full ástæða til að kíkja í bæinn og sjá leikinn.  Lykilmenn Keflavíkur eru óðum að týnast inn eftir meiðsli og það styttist í að við getum teflt fram okkar sterkasta liði.