Fram - Keflavík í kvöld kl. 20:00
Í kvöld kl. 20:00 leika Fram og Keflavík í 15. umferð Landsbankadeildarinnar og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Keflavíkurliðið er nú í 6. sæti deildarinnar með 18 stig en Framarar í því 9. með 12 stig. Það hefur lítið gengið upp hjá okkar mönnum undanfarið og helstu fréttir af liðinu hafa komið af sjúkrahúsum landsins. Dómari leiksins verður Jóhannes Valgeirsson, aðstoðardómarar þeir Rúnar Steingrímsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson en eftirlitsmaður KSÍ er Guðmundur Sigurðsson.