Fréttir

Knattspyrna | 4. júlí 2004

Fram-Keflavík á mánudagskvöld

Fram og Keflavík mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins á mánudag og hefst leikurinn kl. 19:15 á Laugardalsvelli.  Við hvetjum stuðningsmenn til að flykkjast í Laugardalinn og hvetja okkar menn.  Liðunum hefur báðum gengið illa í undanförnum leikjum í deildinni þannig að nú er rétti tíminn til að rífa sig upp.

Fram er það lið sem við höfum leikið langoftast gegn í bikarnum.  Fyrsta skiptið var árið 1960 en það ár var einmitt fyrst leikið í bikarkeppninni, Fram vann þann leik 2-1.  Síðast drógust þessi lið saman í bikarnum árið 2002 en þá sigruðu Framarar einnig, 3-1 í það skiptið.  Alls hafa leiðin leikið 11 bikarleiki og hallar heldur á okkur í þeim viðskiptum en Fram hefur unnið 7 leiki en Keflavík 4 og markatalan er 13-17 fyrir Fram. 

Liðin hafa tvisvar leikið í bikarúrslitum, fyrst árið 1973 þegar Keflavík lék fyrst í úrslitum bikarsins.  Fram vann þann leik 2-1 en Steinar Jóhannsson skoraði mark Keflavíkur.  Liðin léku svo aftur bikarúrslitaleik árið 1985 og þá vann Fram 3-1 en Ragnar heitinn Margeirsson skoraði okkar mark.  Þess má geta að bæði skiptin sem Keflvíkingar hafa orðið bikarmeistarar, árin 1975 og 1997, hafa þeir slegið Framara úr keppninni og í bæði skiptin með 1-0 sigri.

Bikarleikir Keflavíkur og Fram:

2002    Fram - Keflavík 3-1
1997 Keflavík - Fram 1-0
1989 Keflavík - Fram 3-4
1986 Fram - Keflavík 2-0
1985 Fram - Keflavík (úrslitaleikur) 3-1
1982 Keflavík - Fram 3-0
1981 Keflavík - Fram 0-1
1975 Fram - Keflavík 0-1
1973 Fram - Keflavík (úrslitaleikur) 2-1
1966 Fram - Keflavík 0-1
1960 Fram - Keflavík 2-1