Fram-leikurinn hjá Sportmönnum
Kæru Sportmenn.
Á morgun ráðast úrslit í Landsbankadeildinni í ár og varla þarf að taka fram... jú
auðvitað þurfum við að taka Fram!!!
Leikurinn hefst kl. 16:00 og við hittumst í íþróttavallarhúsinu kl. 15:00. Gestir okkar verða Brynjar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fram, og Freyr Karlsson stjórnarmaður í sama félagi. Kristján þjálfari mætir að venju en að öðru leyti er orðið laust.
Minnum á kr. 500:- í baukinn fyrir veitingar.
Ef einhvern tíma hefur verið ástæða til að styðja vel við strákana þá er það nú.
Mætum þess vegna vel og stundvíslega og tökum því sem að höndum ber með reisn!
Kveðja,
stjórn Sportmanna.