Fram-leikurinn hjá Sportmönnum
Sælir Sportmenn,
Þá eru þrír leikir búnir og góður og sannfærandi sigur á Valsmönnum í síðasta leik staðreynd. Næsti leikur er á laugardaginn 23. maí kl. 15:00 við Fram. Eins og venjulega hittumst við fyrir leik og í hálfleik og opnar húsið (íþróttavallarhúsið við Hringbraut) kl. 14:00.
Fyrir síðasta leik valdi Jón Óli sitt Draumalið og munum við halda utan um þessi lið og líklegast birta síðar (valdi þó ekki sjálfan sig, greinilegt að menn eru orðnir eitthvað hlédrægari með árunum!!!). Sá háttur verður einnig á fyrir þennan leik og mun einn af eldri leikmönnum velja sitt Draumalið. Það er ekki ólíklegt að þessi aðili sé brögðóttur líka. Einnig mun Kristján þjálfari mæta og fara yfir leikinn.
Við hvetjum alla til að mæta og endilega að draga með ykkur sem flesta sem eru gjaldgengir í hópinn. Það styrkir hann og gerir félagið öflugra.
Nánari upplýsingar veita Raggi Steinars sími 861-5665, Kalli Finnboga sími 891-9300 og Sigmar Scheving sími 846-8051.
Kveðja,
Stjórnin