Framfaraspor í kvennaknattspyrnunni
Stórt skref í framfaraátt var stigið 4. mars s.l. þegar Keflavík gerði leikmannasamninga við framtíðarleikmenn Keflavíkur í kvennaknattspyrnu. Um er að ræða 8 leikmenn á fyrsta ári í 2. flokki, fæddar 1989. Allt eru þetta leikmenn sem hafa verið viðriðnir meistaraflokk í vetur og sumar hverjar einnig á síðasta ári. Er mikil ánægja meðal þeirra sem standa að kvennaknattspyrnunni í Keflavík með þennan áfanga. Er þetta skref það fyrsta í áfanga þeim að tryggja áframhaldandi 2. og meistaraflokksstarf hjá Keflavík í framtíðinni. Í beinu framhaldi af þessum stúlkum koma margar efnilegar stelpur til með að stíga sömu spor og þessir efnilegu leikmenn. Þessu fylgir líka sú vinna hjá þessum leikmönnum að stunda æfingar af mikilli elju.
Leikmennirnir sem um ræðir eru: Birna Marín Aðalsteinsdóttir, Karen Sævarsdóttir, Karen Herjólfsdóttir, Sonja Ósk Sverrisdóttir, Hildur Haraldsdóttir, Anna Rún Jóhannsdóttir, Eva Kristinsdóttir og Ingey Arna Sigurðardóttir.
Þórður Þorbjörnsson
Stelpurnar tilbúnar við undirskrift.
Frá vinstri: Karen H., Karen S., Birna, Ingey, Anna, Sonja, Eva og Hildur.
Ásdís Þorgilsdóttir þjálfari meistarflokks og Reynir Ragnarsson
formaður meistaraflokksráðs með stelpunum eftir undirskrift.
Fríður hópur stúlkna og foreldrar þeirra ásamt Einari Haraldssyni
formanni Keflavíkur og stjórnarmönnum meistarflokksráðs.