Framleikurinn hjá Sportmönnum
Kæru Sportmenn,
Næsti heimaleikur er á morgun kl. 19:15 gegn Fram. Nú er um að gera að fjölmenna. Við byrjum í Íþróttavallahúsinu kl. 18:15 stundvíslega. Gestir kvöldsins verða Keflvíkingurinn Gunnar Eyjólfsson leikari og Framarinn Einar Kárason, rithöfundur og knattspyrnumaður. Einnig mun þjálfari Keflvíkinga Kristján Guðmundsson líta inn. Léttar veitingar eins og venjulega.
Stjórnin