Framvæmdastjórinn fimmtugur og frískur
Þó ótrúlegt sé er hinn knái framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar, Ásmundur Friðriksson, orðinn fimmtugur og að sjálfsögðu hélt hann upp á afmælið með glæsibrag. Fjölmargir góðir gestir héldu upp á daginn með kappanum og það var annar Eyjamaður, Árni Johnsen, sem sá um veislustjórnina. Eins og vera ber bárust afmælisbarninu góðar gjafir og m.a. mætti framkvæmdastjóri KSÍ og sæmdi Ása silfurmerki sambandsins fyrir störf hans fyrir knattspyrnuna. Ási lét sig ekki muna um að opna eitt stykki myndlistarsýningu í tilefni dagsins. Hér má sjá myndasyrpu úr veislunni en það var Jón Örvar Arason sem tók myndirnar.