Frans til Keflavíkur
Frans Elvarsson hefur gengið til liðs við okkur Keflvíkingar en hann kemur frá nágrönnum okkar í Njarðvík. Frans gerði 3ja ára samning en hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við okkur frá Njarðvík í vetur. Frans er tvítugur, ættaður að austan og hóf feril sinn með Sindra. Hann hefur leikið með Njarðvík síðustu fjögur ár og átti þar að baki 84 leiki og fjögur mörk í deild og bikar. Auk þess hefur hann leikið fjóra leiki með U-19 ára landsliði Íslands og sjö leiki með U-17 ára liðinu. Við bjóðum Frans velkominn í hópinn.
Frans kominn í Keflavíkurtreyjuna.