Fréttir

Knattspyrna | 29. mars 2006

Franskir umboðsmenn á ferðinni

Tveir franskir umboðsmenn eru væntanlegir til Keflavíkur til að líta á leikmenn.  Þeir Bernard Gardon og Pierre Canton eru báðir fyrrverandi atvinnumenn og léku með liðum eins og Monaco og Lyon.  Þeir hafa starfað með mörgum af þekktustu knattspyrnumönnum Frakklands sem umboðsmenn.  Þeir félagar koma til landsins á fimmtudag og dvelja hér fram á sunnudag.  Þeir ætla að sjá leik Keflavíkur og Fram í Deildarbikarnum á fimmtudagskvöld og ætla síðan að reyna að sjá fleiri leiki áður en þeir halda heim.