Frestað hjá stelpunum
Leik Grindavíkur og Keflavík í 1. deild kvenna var frestað vegna veðurs en leikurinn átti að fara fram á Grindavíkurvelli í gærkvöldi.
Eins og áður hefur komið fram teflir Keflavík fram mjög ungu liði þetta sumarið. Þegar hafa nokkrar stúlkur leikið sinn fyrsta meistaraflokksleik í sumar og á myndinni með fréttinni eru þrjár þeirra. Gná Elíasdóttir og Salome Pearl Beard léku sinn leik með meistaraflokki Keflavíkur gegn Grindavík í bikarnum og Berta Svansdóttir lék sinn fyrsta leik gegn Fjölni í deildinni. Berta er 17 ára en þær Gná og Salome eru báðar á yngra ári í 3. flokki. Gná hefur leikið í marki en hún er aðeins 14 ára og Salome er 15 ára.