Fréttamolar Barna- og unglingaráðs Knattspyrnudeildar Keflavíkur
Í febrúar síðastliðnum voru samningar við Elís Kristjánsson og Zoran Ljubicic framlengdir og einnig var samið við Unnar Sigurðsson um þjálfun fyrir yngri flokka Keflavíkur í knattspyrnu. Í gildi er samningur við Gunnar M. Jónsson um þjálfun 5. flokks fram á haustið. Hann hefur verið ómissandi við mótaskipulag í Reykjaneshöllinni sem hefur verið mjög gott og mikil ánægja er með hvernig til hefur tekist. Gunnar hefur hjálpað okkar yngstu iðkendum í gegnum sín fyrstu spor með 8. flokki undanfarin ár með góðum árangri. Í sumar verður námskeið fyrir 8. flokkinn.
Barna- og unglingaráð er ákaflega stolt af því að hafa þetta þjálfarateymi innan sinna raða og ljóst að hjá Keflavík er mikill metnaður lagður í að útvega iðkendum bestu þjálfun sem völ er á. Aðstaða okkar til knattspyrnuiðkunar úti er því miður ekki til að hrópa húrra fyrir en við leggjum traust okkar á að bæjaryfirvöld leysi úr þeim málum innan nokkurra ára, á meðan verðum við að sýna ástandinu þolinmæði.
Fyrirkomulag rútuferða verður með sama sniði og undanfarin ár, rútugjöld hækka ekki og eru innheimt með eftirfarandi hætti:
Höfuðborgarsvæðið, kr. 1.000
Akranes, Borgarnes, Selfoss, kr. 1.500
Vestmannaeyjar, Akureyri - lengri ferðir, kr. 3.500
Þó þurfa þeir keppendur sem spila „upp fyrir sig“ ekki að greiða í þær ferðir.
Nýr samningur hefur verið gerður við PUMA og í sumar verða keppnisbúningar yngri flokka endurnýjaðir. Nýtt útlit er á búningunum, líklega verða nýjir Pumasokkar vinsæl sumargjöf þetta sumarið. Nýr Keflavíkurgalli verður tekinn í notkun og er ætlast til að allir iðkendur eignist hann. Gallinn kostar úr búð kr. 7.990. Við leggjum áherslu á að standa við samninginn við Puma og beinum því þeim tilmælum til foreldrafélaga að vera hliðholl Pumamerkinu við kaup á hliðarvörum. Tengiliður okkar við Puma er Ægir Emilsson og geta foreldrafélög snúið sér til hans í síma 897-0247
Fylgifiskur nýrra samninga er óhjákvæmileg hækkun á æfingagjöldum til að endar nái saman. Við reynum þó að koma á móts við okkar iðkendur og foreldra með eftirfarandi hætti:
Í maí gefst iðkendum/ foreldrum kostur á því að ganga frá skráningum æfingagjalda. Í boði eru 2 greiðsluleiðir. Í fyrsta lagi með boðgreiðslum Visa eða Euro eða í öðru lagi með beingreiðslum. Við mælum með boðgreiðslum. Þeir sem koma til að semja um greiðslur í maí fá í staðinn ávísun að upphæð kr. 2.000 sem hægt er að framvísa hjá söluaðila Puma í Reykjanesbæ, K-sport við kaup á Keflavíkurgallanum þar með lækkar verðið á honum í kr. 5.990.
Árgjald æfingagjalda verður kr. 40.200,- eða kr. 3.350,- á mánuði allan ársins hring.
Árgjald 7. flokks verður kr. 20.100,- eða kr. 1.675,- á mánuði allan ársins hring.
Það bætist við kr. 250 innheimtugjald á þá sem kjósa óbreytta innheimtu og afsláttur á æfingagalla verður heldur ekki í boði, þannig að við mælum eindregið með því að foreldrar velji aðrar greiðsluleiðir.
Með þessu fyrirkomulagi er verið að reyna einfalda innheimtu æfingagjaldana og draga úr kostnaði.
Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur
Þjálfararnir Zoran, Elis og Unnar.
(Mynd: Jón Örvar Arason)