Fréttir

Fréttir af 2. flokki
Knattspyrna | 2. september 2014

Fréttir af 2. flokki

Lið Keflavíkur/Njarðvíkur varð að sætta sig við tap gegn ÍA/Kára í undanúrslitum bikarkeppni 2. flokks en liðin léku á Akranesi.  Leikurinn byrjaði reyndar vel hjá okkar strákum og Aron Freyr Róbertsson kom þeim yfir snemma leiks.  Heimamenn jöfnuðu fyrir hlé og reyndust svo sterkari í seinni hálfleik og skoruðu þá sigurmarkið.  Þetta er engu að síður frábær árangur hjá strákunum og þetta bikarævintýri hefur kryddað sumarið.

Liðið er í efsta sæti B-deildar á Íslandsmótinu og er í harðri baráttu um að komast upp í A-deildina næsta sumar.  Á dögunum skruppu piltarnir austur á land og léku þar við UÍA.  Þeim leik lauk með öruggum sigri, 4-0.  Leonard Sigurðsson gerði tvö markanna og Ari Steinn Guðmundsson og Fannar Orri Sævarsson eitt hvor.

Síðasti leikur hjá B-liðinu var á útivelli gegn Fjölni 2.  Sá leikur vannst 3-0 en mörkin gerðu Guðmundur Juanito Ólafsson, Óðinn Jóhannsson og Bergsveinn Andri Halldórsson.  Það hefur gengið vel hjá B-liðunu í sumar og það er í 2. sæti í sínum riðli.

Næstu leikir hjá 2. flokknum eru næsta sunnudag, 7. september.  Þá fara bæði A- og B-liðin austur fyrir fjall og leika á Selfossi en mótherjarnir verða Selfoss/Hamar/Ægir/Árborg.