Fréttir

Knattspyrna | 19. ágúst 2004

Fréttir af 5. flokki pilta

5. flokkur karla lék síðustu leiki sína í riðlakeppni Íslandsmótsins gegn Stjörnunni í s.l. viku.  Leikið var á á nýjum gervigrasvelli Stjörnumanna sem er mjög glæsilegur og öll aðstaða hjá Garðbæingum til fyrirmyndar.  Keflavíkurpiltar áttu heldur dapran dag í A- , B- og C-liðum en D-liðið stóð svo sannarlega fyrir sínu.  Stjörnupiltar sigruðu Keflavík í leik A-liðanna 4-1 og var sá sigur sanngjarn.  Keflavíkurpiltar sáu aldrei til sólar í þeim leik og Stjörnupiltar léku við hvern sinn fingur.  Eina mark Keflavíkur gerði Baldur Guðjónsson. 
Leik B-liðanna lauk með naumum sigri Stjörnunnar 1-0.  Með þessum sigrum Stjörnupilta náðu þeir Keflavík að stigum en Keflvíkingar héldu 2. sæti riðilsins á hagstæðari markatölu en Garðbæingar.  Keflavík spilar því í A-riðli Íslandsmótsins að ári en bæði Keflavík og Stjarnan hafa tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppni Íslandsmótsins í ár sem fram fer um helgina.
Lokastöðuna hjá A- og B-liðunum (stig lögð saman hjá A- og B-liði) má sjá á heimasíðu KSÍ.

Það voru að mestu piltar úr 6. flokki sem skipuðu C- og D-liðin þar sem mjög mikið var um forföll hjá yngra árs piltum 5. flokks.
C-liðið tapaði 5-3 þar sem Aron Elvar Ágústsson gerði tvö markanna.
Lokastaða C-liðsins er á heimasíðu KSÍ.

D-liðið hélt uppi heiðri Keflvíkinga þennan daginn og sigruðu 1-4 en með þessum sigri tryggði Keflavík sér sigur í keppni D-liða.  Glæsilegt hjá piltunum!  Mörk Keflavíkur gerðu þeir Elías Már Ómarsson 3 og Sigurður Jóhann Sævarsson.
Sjá má lokastöðu riðilsins á heimasíðu KSÍ.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af piltunum í Garðabæ á dögunum, en þennan daginn var veðrið hreint stórkostlegt, sól, logn og 25 stiga hiti.


Eiður Örn, Kristján Þór, Viktor Smári (fyrirliði B-liðsins),
Kristján Helgi og Sævar Freyr.


Efri röð frá vinstri: Kristján Helgi, Kristján Þór og Eiður Örn. 
Neðri röð frá vinstri: Viktor Smári, Eyjólfur, Sævar Freyr og Bjarki.


Smári Helgason, liðstjóri, leggur á ráðin í hálfleik í leik C-liðsins. 
Aron Elvar svalar þorstanum í hitanum og faðir hans, Ágúst, fylgist með álengdar. 
Með þeim á myndinni eru Sigurður Þór og Þorbjörn Þór.


Ólafur Elí, Gústav og Guðjón voru í D-liðinu
sem náði í eina sigur dagsins.


Ólafur Elí, Gústav, Guðjón og Elías Már.


Feðgarnir Ágúst og Aron Elvar.


Sigurður Jóhann, Njáll, Guðjón og Smári. 
Línurnar lagðar í hálfleik hjá D-liðinu.


Hervar og Þorbjörn Þór að leik loknum.


Kristján Helgi Olsen með samlokuna góðu í rútunni að leik loknum.


Þorbjörn Þór og Ólafur Elí.


Feðgarnir Elías Georgsson og Blær Elíasson að fá sér létta hressingu í veðurblíðunni.