Fréttir

Knattspyrna | 20. júní 2006

Fréttir af Dungannon-leiknum...

Eins og flestir ættu að vita vann okkar lið stórsigur í 1. umferð InterToto-keppninnar þegar Dungannon Swifts lágu 4-1 á Keflavíkurvelli.  Það er gaman að segja frá því að úrslit leiksins vöktu töluverða athygli í Newcastle; það lið sem sigrar viðureignina mætir Lilleström í næstu umferð og síðan er komið að Newcastle United.  Fréttasíða í Newcastle segir frá leiknum með fyrirsögninni „Ice and easy“.  Á Norður-Írlandi nota menn líka orðaleiki og á vef The Belfast Telegraph birtist frásögn af leiknum undir heitinu „Frozen out“.  Sú frétt er skrifuð frá sjónarhóli Dungannon-manna sem voru greinilega óheppnir í leiknum, m.a. með dómgæsluna.


Fréttin á vefsíðu Belfast Telegraph

Fréttin á Newcastle-vefnum