Fréttir

Fréttir af heilbrigðismálum
Knattspyrna | 8. apríl 2013

Fréttir af heilbrigðismálum

Nokkur meiðsli hafa herjað á Keflavíkurliðið að undanförnu en nokkrir leikmenn okkar eru þó að snúa aftur eftir meiðsli.

Á dögunum sleit Árni Freyr Ásgeirsson krossband og er ekki útlit fyrir að hann leiki meiri knattspyrnu á þessu ári.  Árni Freyr hafði staðið í markinu í Lengjubikarnum en Ómar Jóhannsson hefur verið að jafna sig af meiðslum í vetur.  Hann er nú kominn á fulla ferð og mættur í markið hjá liðinu.  Þeir Grétar Atli Grétarsson og Ray Anthony Jónsson eru einnig að byrja aftur eftir meiðsli.  Einar Orri Einarsson hefur ekkert getað æft í vetur vegna hnémeiðsla en hann fór í aðgerð í desember.  Einar Orri er að byrja æfingar að nýju þó enn sé ekki ljóst hvenær hann verður leikfær.