Fréttir

Knattspyrna | 20. maí 2005

Fréttir af liðinu

Tveir leikmenn munu útskrifast um helgina.  Baldur og Ingvi.  Við viljum óska þeim innilega til hamingu.  Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki af hvaða brautum.  En Ingvi er að útskrifast frá FS, en Baldur frá sínum skóla á Akureyri.  Vonandi skella þeir sér báðir í Íþróttaakademíuna sem er verið að koma hér upp svo við getum notið krafta þeirra sem lengst.

 

„How do you like Iceland?“

Í kvöld ætlar liðið að skella sér í Bláa Lónið eftir æfingu til að sýna öllum útlendingunum í liðinu hvað Ísland hefur upp á að bjóða.  Það er aldrei að vita nema að farið verði einhvern tímann með þá að sjá Gullfoss og Geysi ef þeir standa sig vel.  Eflaust munu þeir sannfærast fljótt um það að „Ísland er best í heimi“.

 

Með Keflavíkurkveðju

Rúnar I. Hannah
Stuðningsmannasíða Keflavíkur