Fréttir af okkar mönnum
Ég heyrði í Þórarni Brynjari Kristjánssyni miðvikudaginn 29. mars. Þá lá mjög vel í honum og fjölskyldunni og fór páskasteikin vel í þau. Þórarinn er enn á sjúkralista en gerir sér vonir um að geta hafið æfingar í næstu viku, en hann hefur verið frá æfingum í nokkrar vikur. Það verður því vonandi að hann setji þau nokkur mörkin þegar hann kemst á ferðina á nýjan leik. Eðlilega veit hann ekkert um framhlaldið hjá Aberdeen en það fer eftir frammistöðunni á lokaspretti skosku deildarinnar. Við óskum honum alls hins besta. ási