Fréttir af okkar mönnum
„Norðmennirnir“ okkar léku sína fyrstu leiki í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Stefán var búinn að lofa sigri gegn Fredrikstad en náði jafntefli á heimavelli. Stefán fann sig vel í leiknum en var ósáttur með jafnteflið. Ég var í sambandi við einn af starfsmönnum Lyn og sagði hann mér að Stefán hafi verið langbesti maður liðsins í leiknum. Næsti leikur Lyn er gegn Lilleström á útvelli.
Haraldur fékk eldskírn sína hjá Aalesund þegar nýliðarnir heimsóttu tífalda Noregsmeistara Rosenbog um helgina. Ekki voru margir sem spáðu Haraldi og félögum frá síldarbænum góðu gengi í opnunarleiknum en annað kom á daginn og það var Rosenborg sem jafnaði leikinn á 93. mínútu. Haraldur sagði að Rosenborg hafi verið meira með boltann og Aalesund skorað úr báðum sóknum sínum. Um helgina leika þeir fyrsta heimaleikinn á nýjum gervigrasvelli á móti Odd Greenland. Þeir æfðu í fyrsta skipti í dag á vellinum og fannst Haraldi mikið til koma og gervigrasið allt öðruvísi en í Reykjaneshöllinni. Þeir báðu báðir að heilsa heim. Í aðra náðist ekki í dag. ási
Halli og félagar hans fagna gegn Rosenborg.
Mynd af heimasíðu Aalesund.