Fréttir af okkar mönnum, Halli
Guðlaugur Þ. Tómasson, umboðsmaður Haraldar Guðmundssonar og Þórarins Kristjánssonar, sendi mér góð tíðindi af Halla og Ingu frá Álasundi í Noregi, þeim fagra síldarbæ. Þau hafa keypt sér íbúð og komið sér þar vel fyrir. Halli er búinn að festa sig í sessi í annarri miðvarðarstöðunni með góðri frammistöðu í æfingaleikjum liðsins. Halla var ætlað að fylla skarð hins skæða varnarmanns Amund Skiri, fyrirliða Álasund, sem seldur var til Valerengen. Það var talinn óvinnandi vegur fyrir Halla en nú telja Norðmennirnir að hann hafi þegar sannað fyrir þeim að hann geri meira en að fylla skarðið sem Skiri skyldi eftir sig og verði þeim mikill liðsstyrkur á komandi tímabili. ási
Mynd: Af heimasíðu Aalesund