Þegar næsti stórleikur sumarsins nálgast er rétt að segja fréttir af ástandi leikmanna. Bjarni Sæmundsson er að jafna sig af meiðslum en enn er ekki ljóst hvort hann verður tilbúinn fyrir leikinn gegn KR á fimmtudag. Það verður væntanlega ákveðið mjög fljótlega. Ólafur Jón Jónsson hefur einnig átt við meiðsli að stríða. Hann hefur ekki getað æft á fullu og því ólíklegt að hann komi til greina í hópinn gegn KR. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að Ingvi Rafn Guðmundsson er meiddur og leikur ekki meira í sumar. Við getum ekki annað en óskað honum góðs bata og það er ljóst að stuðningsmenn Keflavíkur vilja sjá hann aftur á knattspyrnuvellinum sem fyrst.