Fréttir

Knattspyrna | 10. ágúst 2005

Fréttir frá Frankfurt

Keflavíkurliðið er nú statt í Frankfurt í Þýskalandi þar sem okkar menn etja kappi við lið 1. FSV Mainz í UEFA-keppninni á morgun.  Ferðin út gekk vel og menn eru búnir að koma sér vel fyrir í Frankfurt.  Hótel og allur aðbúnaður er til fyrirmyndar og óhætt að segja að vel fari um hópinn þar ytra.  Í dag var æft á Commerzbank Arena-leikvanginum og eru menn ennþá að jafna sig!  Leikvangurinn er sannarlega glæsilegt mannvirki og öll aðstaða þar í ótrúlegum gæðaflokki.  Stemmningin í hópnum er frábær og allir ákveðnir í að gefa allt í leikinn á morgun og selja sig dýrt.  Í fyrramálið verður létt æfing og fundur og síðan hvíld fram eftir degi.  Leikurinn hefst síðan kl. 20:30 sem er 18:30 að íslenskum tíma.  Guðjón er í leikbanni og Stefán Örn á við meiðsli að stríða en annars eru allir heilir og til í slaginn.  Hópurinn er þannig skipaður:

Ómar Jóhannsson
Magnús Þormar
Michael Johansson
Gestur Gylfason
Baldur Sigurðsson
Guðmundur Mete
Issa Abdulkadir
Ólafur Þór Berry
Bjarni Sæmundsson
Jónas Guðni Sævarsson
Kennet Gustavsson
Atli Rúnar Hólmbergsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Símun Samuelsen
Gunnar Hilmar Kristinsson
Ólafur Jón Jónsson
Hörður Sveinsson
Guðmundur Steinarsson