Fréttir

Knattspyrna | 8. desember 2004

Fréttir frá Kóreu

Eins og fram hefur komið eru þeir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson staddir í S-Kóreu þar sem þeir æfa með hinu velþekkta liði Busan Icons.  Þeir félagar láta vel af dvöl sinni fyrir austan þar sem þeir hafa æft við toppaðstæður og í rjómablíðu undanfarna daga.  Allar aðstæður eru eins og best gerist og láta piltarnir vel af gestgjöfum sínum.  Enn er allt á huldu um framhald málsins en áætluð heimkoma er 9. desember.