Fréttir

Knattspyrna | 13. júlí 2005

Fréttir frá Lúxemborg

Eins og stuðningsmönnum Keflavíkur ætti að vera kunnugt er meistaraflokkur karla nú staddur í Lúxemborg þar sem liðið leikur gegn FC Etzella í Evrópukeppni félagsliða á morgun.  Allt gott er að frétta af hópnum, heimamenn tóku vel móti okkar mönnum og allar aðstæður eru til fyrirmyndar.  Hópurinn gistir reyndar á tveimur hótelum, leikmenn á öðru en aðstoðarmenn og fararstjórar á hinu.  Menn eru búnir að koma sér vel fyrir og eru m.a. búnir að koma af stað billjarðmóti þar sem markmannsþjálfari og sjálfskipaður billjarðkóngur liðsins þurfti að játa sig sigraðan!

Í hádeginu í dag var um 30 stiga hiti í Lúxemborg og hópurinn var þá á leiðinni í skoðunarferð um höfuðborgina Lúxemborg.  Andstæðingar okkar, FC Etzella, eru frá Ettelbrück, sem er 7.500 manna bær um 25 km norðan við höfuðborgina.  Okkar menn æfðu í gær á æfingarvelli félagsins sem mönnum þótti heldur lítill auk þess sem hann var orðinn ansi þurr í hitanum þar ytra.

Á morgun kl. 18:30 (16:30 að íslenskum tíma) verður svo flautað til leiks á heimavelli FC Etzella sem heitir fullu nafni Le stade du Centre Sportif du Deich.  Völlurinn tekur um 2000 áhorfendur.  Hér að neðan má sjá mynd af aðalstúkunni sem er tekin af síðunni Stadionwelt.de en þar má sjá fleiri myndir frá vellinum.


Heimavöllur Etzella-liðsins í Ettelbrück.
(Mynd af
stadionwelt.de)