Fréttir frá Spáni
Það er allt gott að frétta af Keflavíkurliðinu sem æfir nú í sólinni á Oliva Nova á Spáni. Í gær var æfing um morguninn. Magnús Sverrir og Einar Orri voru í lyftingarsalnum. Ray var á skokkinu og er allur að koma til og Arnór Ingvi tók smáskokk og var svo í sólinni á hliðarlínunni. Eftir hádegi var frí og menn slökuðu á.
Á seinni æfingunni var vel tekið á því og endað með leik, ungir gegn gömlum. Ungir komust í 3-0 en gömlu komu sterkir til baka og komust yfir 3-4! Elías Már jafnaði á síðustu mínútunni og Sindri Kristinn varði síðustu spyrnu þeirra gömlu í vítakeppni og tryggði ungum sigur.
Kvöldið var rólegt og að sjálfsögðu var horft á meistaradeildina. Nánari fréttir síðar.
Mynd: Jón Örvar