Frítt á Fylkisleikinn
Frítt verður inn á leik Fylkis gegn Keflavík á Fylkisvelli nk. þriðjudag 30. ágúst kl. 18:00. Við hvetjum alla okkar stuðningsmenn til að nýta sér þetta tilboð, ekki síst vegna þess að nú þarf Keflavíkurliðið á öllum þeim stuðningi sem mögulegur er á lokasprettinum. Við erum staðráðir í því að ná 3ja sætinu og til þess þarf öflugan stuðning okkar góðu stuðningsmanna. Okkur fannst vanta nokkur hundruð á leikinn við Mainz 05 í Evrópuleiknum á Laugardalsvelli á fimmtudaginn en nú er engin afsökun, nú koma allir. Við hvetjum sérstaklega yngri flokka félagsins til að mæta í félagsbúningi á völlinn með mömmu og pabba. Foreldraklúbburinn mun mæta í sínum búningum eins og PUMA-sveitin. Það verður því magnað stuð í Keflavíkurdeildinni á Fylkisvelli þar sem við ætlum okkur 3 stig. ÁFRAM KEFLAVÍK. ási