Fréttir

Knattspyrna | 29. september 2011

Frítt á Keflavík-Þór - Mætum öll!

Hópur fyrirtækja í Keflavík hefur tekið sig saman og ætlar að bjóða áhorfendum á leik Keflavíkur og Þórs á laugardaginn.  Leikurinn verður á Nettó-vellinum í Keflavík og hefst kl. 14:00.  Knattspyrnudeild kann þessum fyrirtækjum bestu þakkir fyrir þennan mikilvæga stuðning.

Við skorum á alla Keflvíkinga að mæta á leikinn og styðja okkar lið.  Það þarf ekki að taka fram hversu mikið er í húfi í þessum síðasta leik sumarsins og í baráttunni sem framundan er mun stuðningur ykkar skipta sköpum.  PUMA-sveitin mætir á leikinn og leiðir stemmninguna og svo tökum við öll þátt.  Við hvetjum stuðningsmenn til að mæta í bláu.

Fyrir leikinn verða grillaðir hamborgarar og gos selt á vægu verði í félagsheimili Keflavíkur í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Salan byrjar kl. 13:00 og það er upplagt að mæta þar og hita upp fyrir leikinn.

Og til að koma sér í stemmningu og sigurgírinn er ekki vitlaust að kíkja á eitt gott sigurmark.