Fréttir

Knattspyrna | 11. mars 2006

Fullt hús í Deildarbikarnum

Eftir 3-1 sigur á KR hefur Keflavík nú unnið alla þrjá leiki sína í Deildarbikanum.  Enn eru nokkrir sterkir leikmenn ókomnir og aðrir eru á sjúkralistanum.  Þeir Baldur, Magnús og Simun skoruðu mörkin í leiknum en Gunnlaugur Jónsson svaraði fyrir KR-inga.  
 

Byrjunarliðið:

Ómar

Þorsteinn - Ólafur Berry - Kenneth - Gaui

Issa - Jónas - Maggi - Baldur

Gummi St. - Simun

 

Varamenn: Maggi, Davíð, Branco, Ragnar, Garðar.

 

Gangur leiksins

 

4. mínúta: Baldur skorar, eftir vel útfærða sókn, en því miður var ég illa staðsettur og sá ekki hver lagði boltann á Baldur, staðan 1-0.

57. mínúta: Maggi Þorsteins skorar eftir sendingu frá Simun en Simun var mjög skynsamur að senda á Magga til baka í teiginn í stað þess að skjóta sjálfur.  Simun var kominn í gott færi en frekar þröngt. Staðan 2-0.

65. mínúta: Gunnlaugur Jónsson minnkar muninn fyrir KR með flottu skalla marki.  2-1.

65. mínúta: Þorsteinn út og Ragnar inná.

75. mínúta: Issa útaf og Branco inná.

91. mínúta:  Simun skorar eftir góða sendingu frá Gumma St.  En Kristján var kominn í skógarferð í marki KR.  Flott skot yfir Kristján og sleikti stöngina.  Vel gert hjá Simun.

 

Þess verður að geta að KR sótti mikið og voru án efa með boltann mikinn meirihluta leiksins en kannski voru þeir ekki nógu skipulagðir fyrir framan markið.  Þeir skutu mikið á markið og Ómar varði vel það sem fór á rammann en flestir boltarnir fóru út og suður.

 

Áfram Keflavík

Rúnar I. Hannah

Ps. sjá meira á stuðningmannasíðunni.

 

 


Simun skoraði eitt og lagði upp annað gegn KR-ingum.
(Mynd:
Jón Örvar Arason)